Bryndís Ósk - Þjálfari


Bryndís Ósk - Þjálfari
Mömmuþjálfun

Mömmuþjálfun

Mömmuþjálfun eru hóptímar sérstaklega hannaðir fyrir mæður eftir barnsburð. Hvort sem þú ert nýbúin að eignast barn eða komin aðeins lengra í fæðingarorlofinu, þá er þetta tíminn fyrir þig!

Mömmuþjálfun með Bryndísi Ósk

Hreyfing fyrir þig – með barnið með!
Mömmuþjálfun eru hóptímar sérstaklega hannaðir fyrir mæður eftir barnsburð. Hvort sem þú ert nýbúin að eignast barn eða komin aðeins lengra í fæðingarorlofinu, þá er þetta tíminn fyrir þig! Skráning

Fyrir hverja?

  • Nýbakaðar mæður sem vilja komast aftur af stað
  • Þær sem vilja styrkja sig á öruggan og áhrifaríkan hátt eftir meðgöngu og fæðingu
  • Þær sem vilja hitta aðrar mömmur í orlofinu og æfa í hópi

Staðsetning og tímasetningar

  • Metabolic Reykjavík, Stórhöfða 17
  • Mán/þri/fim kl. 10:00
  • Mán/þri/fim kl. 11:00

Skráðu þig!

Hægt er að kaupa stakt tímabil eða skrá sig í áskrift. Hvert tímabil eru 4 vikur, næsta byrjar mánudaginn, 11.ágúst.

Skráning

📸 Instagram

Ég var rosa stressuð að byrja að æfa aftur eftir barnsburð og mömmuþjálfun hjálpaði rosalega mikið! Bryndís er algjör snillingur, með skemmtilegar æfingar og hvetur mann alla leið.

Ég mæli hiklaust með mömmuþjálfuninni hjá Bryndísi. Fjölbreyttir og krefjandi tímar en líka hægt að skala æfingarnar eftir því sem hentar. Aðstaðan frábær fyrir börn, stór og góður salur fyrir þau litlu að hreyfa sig í. Bryndís er hvetjandi og veitir góð ráð. Við mæðgurnar hlökkuðum til að mæta í hvern einasta tíma.

Mig langaði svo að byrja að hreyfa mig aftur eftir meðgöngu en kom mér ekki af stað og vissi ekki hvar ég átti að byrja. Ég prófaði að fara í mömmutímana hjá Bryndísi og elska þá. Ég mæli svo mikið með þeim fyrir allar mömmur, skemmtilegar og góðar æfingar og Bryndís er svo yndisleg og gott að mæta í tíma hjá henni.

Takk fyrir frábæra tíma. Finnst svo gott að mæta

Dásamlegt námskeið, frábærar æfingar og góður mórall

Bryndís Ósk - Þjálfari